Full dagskrá á föstudegi

(OK, kannski bara hálf dagskrá, vann fram að hádegi, en „full “ stuðlar…) Fór um hádegið til Assa að sækja græjur fyrir Fræbbblaspilamennsku á Rás 2 í beinni í Popplandi. Vorum aðeins að vandræðast með hvaða lög við ættum að spila en á endum voru það „Í hnotskurn“, „Bugging Leo“, Þúsund ár“ og „A Fork In The Future“.. svo tókum við „Ótrúleg jól“ upp til hugsanlega seinni tíma notkunar.

Þaðan aftur í Staka á starfsmannafund og bjórsmökkun, sem ég þurfti að taka varlega, en við Iðunn skiptum einum á milli okkar hér heima áður en við héldum áfram.

Næst var „julefrokost“ Sambindisins hjá Helgu & Tomma.. þau nýflutt í stórskemmtilega og frábærlega staðsetta íbúð á Kársnesinu. Júlía & Orri voru fjarverandi í Kaupmannahöfn, annars góð mæting og gaman að hitta Eddu. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um matinn þegar þessi hópur hittist, laxatartar, pörusteik, eggaldin og ís með franskri súkkulaðitertu.

Þá yfir á Rokkbarinn í Hafnarfirði þar sem við stilltum upp, hlustuðum á stórskemmtilegan og kraftmikinn Hemúl og spiluðum svo nokkur lög.. „nokkur“ í merkingunni 27 lög. Gekk bara nokkuð vel held ég, amk. lítið um kvartanir frá tónleikagestum, fínasta keyrsla hjá okkur og hljóðið fínt að hætti Sindra Thunderbird.

Rokkbarinn er skemmtilegur staður, óneitanlega svolítið útúr fyrir okkur Breiðholtsbúa, en alltaf gaman að mæta…