Greinasafn fyrir merki: póker

Síðasta spilakvöld vetrarins

enda komið sumar.

En Alli, Alli, Áslaug, Brynja og Óskar mættu í grillað lambafillet og síðustu pókermót tímabilsins – Guðjón spilaði fyrsta mótið. Og Agla mætti án þess að spila..

Alli F., gerði alvöru Bernaise sósu – og matseldin tókst eiginlega bara nokkuð vel.

Mér tókst að verjast áhlaupi Óskars og vinna 2015-2016 mótaröðina.

En einstaklega skemmtileg kvöld, enda einstaklega skemmtilegur hópur. Kannski ekki alltaf rosalega skynsemi í að byrja þriðja mótið, eigum til að vera allt of lengi fram eftir.

Póker - júní - 2

Spil

Alli og Alli kíktu í spil í kvöld, Andrés spilaði seinna mótið með okkur.. gekk reyndar nokkuð vel, vann bæði mótin. Eitthvað brottfall á síðustu metrunum og eins dæmi um að búið væri að staðfesta mætingu.

Spil

Tókum aukaspilakvöld í Kaldaselinu.. Brynja & Óskar, Alli og Hrafnkell Máni kíktu í hamborgara fyrir grill, en Alli „Boga“ misskildi boðið og mætti beint í spil. Hrafnkell Máni spilaði svo sem ekki póker en Viktor tók fyrra spilið.. við Iðunn unnum sitt hvort mótið.