Hótel Örk

Iðunn og frændsystkinin ákváðu að hittast á Hótel Örk og taka stefnuna á stórfjölskylduhitting næsta sumar.

Við héldum að það væri stemming fyrir að mæta á föstudeginum, og einhverjir voru frekar jákvæðir, en á endanum mættum við Iðunn ein á Örkina. Gufa, heitur pottur, „happy-hour“ og svo yfir á Hofland setrið þar sem ég fékk alveg ágæta pizzu og Iðunn fínar, en full mikið eldaðar kótilettur. Svo aftur yfir á Hótel Örk þar sem við hittum Bjarna og Hildi í kaffi, þau voru mætt en gistu nálægt NLFÍ.

Fórum svo á Hofland setrið að horfa á fótbolta eitthvað fram eftir degi, frændfólk og makar fóru smám saman að detta í bæinn. Pottur og gufa seinni partinn, smá upphitun uppi á herbergi hjá okkur og svo matur. Fínn matur, nauta Carpaccio með jarðsveppaolíu, hægeldað lamb og Cremé Bruleé í eftirrétt.

Eftir matinn var settur fundur og ákveðið að lokum að stefna á næst síðustu helgina í júlí á næsta ári… er ekki með staðinn á hreinu en einhvers staðar á Snæfellsnesi..

Eitthvað var úthaldið lélegt og flestir farnir að sofa upp úr ellefu, amk. vorum við Iðunn ein eftir klukkan hálf tólf… við þrjóskuðumst aðeins við en ekki lengi.

Hótel Örk - föstudagur Hótel Örk - matur - 1 Hótel Örk - upphitun - 1 Hótel Örk - upphitun - 2