Arsenal og Kex

Hitti Jón Einars og Viktor og Hafstein á Hamborgarasmiðjunni yfir úrslitaleiknum í enska bikarnum – og reyndar með einn fjórða af auga á Barcelona – Atletico Madrid.

En dramatískur og spennandi úrslitaleikur og ánægjulegt að sjá Arsenal ná titli. Ég veit ekki hvort þetta verður til að þagga niður í þeim svokölluðu stuðningsmönnum Arsenal sem hafa allt á hornum sér og vilja Wenger burt, en vonandi fækkar þeim eitthvað.

Þaðan svo á Kex þar sem við Fræbbblar spiluðum með Helga og hljóðfæraleikurunum. Við spiluðum svo sem ekki en gekk að ég held, alveg þokkalega. Það er reyndar nokkuð (allt of) langt síðan ég sá Helga og hljóðfæraleikarana síðast en ég held að þeir hafi aldrei verið betri..

Karatelokahóf

Kíktum á lokahóf karate deildar Breiðabliks í Smáranum.. grill að hætti Ögmundar klikkaði ekki frekar en venjulega og þegar húsinu var lokað um miðnætti kíktum við heim í Kaldasel þar sem dansað var uppi á borðum fram eftir nóttu og einhver bjór drukkinn til að koma í veg fyrir ofþornun.

Karatekvöld

Blam!

Fórum á Blam! í Borgarleikhúsinu með Assa & Stínu og Krissa & Rúnu.

Verð að játa að ég man varla eftir sýningu sem mér hefur leiðst meira á – og var hún þó stutt. Ég geri ekki lítið úr frammistöðu leikaranna, mikill kraftur og vel gert. Mér fannst bara einfaldlega ekkert varið í innihaldið.. á meðan Iðunn var mjög sátt. Svona getur maður nú verið skrýtinn…

Og, heim í Kaldasel í nokkra bjóra á eftir.

Punk 2014 í Molanum og uppskeruhátíð

Punk 2014 - Fræbbblarnir 2 - lítilSeinni hluti Punk 2014 hljómleikanna var í Molanum í dag.. við byrjuðum, svo kom Skerðing, Bugun, PungSig, Fjöltengi og Dossbaradjamm.

Satt best að segja var nú frekar fámennt, en rættist aðeins úr þegar á leið.

Þreytan var aðeins farin að segja til sín og ég tók smá hlé áður en ég fór að hitta fótboltahópinn í uppskeruhátíð vorsins. Keila í Egilshöllinni, kaldur ofsteiktur hamborgari og diskóljós yfir keilunni voru ekki alveg fyrir mig. Svo kom upp eldur og eftir drykklanga stund var okkur bent á að fara út, og eftir smá stund til viðbótar gátum við haldið áfram.

Postular - uppskera - maí - lítil

Þaðan lá leiðin til Þórhalls (og reyndar Jóa) þar sem farið var yfir tölfræði, „hringurinn“ tekinn og myndband Sævars af vorönn skoðað. Kvöldinu lauk svo með póker, nánast að venju.

 

Tvö vinnusamkvæmi

Mætti í tengslanetssamkvæmi (eða eitthvað svoleiðis) hjá Símanum í Hörpu.. vel heppnað og flottar veitingar- og gaman að ná fólki utan vinnu – og eiginlega ekki hægt annað en að dást að útsýninu.

Harpa - útsýni 2 - lítil

Þaðan í Las Vegas partý með vinnufélögum Iðunnar þar sem ég afsannaði regluna um að maður verði að kaupa miða til að vinna í happdrætti, ég vann nefnilega mat fyrir tvö á Grillmarkaðnum án þess að kaupa nokkurn miða! Enduðum svo í einkasamkvæmi hjá Rögnu eitthvað fram eftir nóttu.

Punk 2014

Dagurinn fór í tvö viðtöl á Rúv, fyrst hjá Óla Palla og svo fyrir kvöldfréttir.

En aðal haus verkurinn var að búið var að fella niður flugið sem Glen átti morguninn eftir. Hann spilar í London á föstudagskvöld og þurfti nauðsynlega að komast út.. helst til Heathrow og helst ekki of snemma. Löng bið á línunni hjá IcelandAir skilaði loksins því að hann yrði bara sjálfur að kaupa farseðil og fengi hann greiddan. Við keyptum rándýrt sæti hjá Wow og leit út fyrir að það yrðu vandræði að koma gítarnum með. Nóg um það…

Þá var ekki ljóst hvernig færi með upptökur fyrir Rás 2, eitthvað vorum við Óli Palli, Bjarni hljóðmaður og fleiri að tala í kross.

Svo ákváðum við að bjóða hljómsveitunum og Glen heim til okkar í grill eftir „sándtékk“ og fyrir hljómleika.. frekar en að vera að skipta liði og finna veitingastað. Gummi stýrði matseldinni, sem hann, Steini og Assi sáu um.. og gott ef Helgi lagði ekki hönd á skeið. En gaman að gera þetta svona, skemmtileg tilbreyting.

En fólk mætti seint, þannig að við byrjuðum aðeins seinna og breyttum röðinni, Q4U byrjuðu, svo kom Glen og við Fræbbblar enduðum. En þetta var verulega vel heppnað kvöld.. eins og þeir vita sem mættu.

Matlock 2 - lítil