Derby tap, myndlist, meistaradeild og Gaukur

Byrjuðum daginn á að horfa á Derby-QPR spila umspilsleik um að komast í úrvalsldeildina. Skondinn leikur þar sem Derby var miklu betra, án þess að skapa sér verulega góð færi og gáfu QPR mark í bláendann, alveg upp úr þurru. Alli, Stína og Krissi & Rúna horfuð á leikinn með okkur..

Þaðan á opnun á Myndlistarsafni Reykjavíkur, 50 (eða 51) besti / merkasti listamaður síðustu ár.. verð að játa að ég var mishrifinn og saknaði nokkurra. Svanhildur bættist í hópinn en entist ekki lengi.

Listasafn Reykjavíkur - 2 - lítil

Svo yfir á Dubliner í Guinness og Brio, en bara ein dartpíla og við máttu ekki spila „pool“.

Næst var Hressó þar sem við sáum úrslitaleik Meistaradeildarinnar í alvöru gæðum yfir allt-í-lagi hamborgara og meiri bjór. Brynja bættist þarna í hópinn en Alli og Svanhildur voru horfin.

Svo kíktum við á Gaukinn, þar sem búið var að gjörbreyta uppsetningunni, til mikilla bóta… áður en Andrés sótti okkur og bjargaði okkur heim..