Sýning hjá Rúnu og Reykjavík Fish

Kíktum á opnun á myndlistarsýningu hjá Rúnu (Benný fyrir þá sem því eru vanir) á Forréttabarnum. Alltaf flottar myndirnar hjá henni og skemmtileg nýja línan.. verst að allir veggir eru troðfullir hjá okkur.

Þaðan lá leiðin á nýja veitingastaðinn þeirra félaga sem stofnuðu Forréttabarinn, Reykjavík Fish, svona íslensk eðal útgáfa af Fish ‘n chips.. þrír fjórðu af matarklúbbnum með aukagestum og allir vel sáttir. Skemmtilegur staður, umhverfið og framsetningin óvenjuleg.. og meira að segja ekkert að þjónustunni.

Rúna - opnun - Forréttabarinn
Rúna – opnun – Forréttabarinn