Blikatap

Kíkti á Kópavogsvöll og sá Blikana tapa fyrir Fylki.. 0-1, ósanngjarnt, fúlt og ekki fótboltanum til framdráttar.

Jú, Fylkisliðið barðist vel, varnarleikurinn var vel skipulagður og þeir eru með mann sem getur skorað. En leikurinn gekk eiginlega þannig að Blikar spiluðu megnið af tímanum milli miðju og vítateigs Fylkis, en ekkert gekk þegar þangað var komið.. einhvers konar ráðleysi, of flókið og of margir háir boltar á sterka skallamenn í vörn Fylkis. Þess á milli lúðruðu Fylkismenn boltanum eitthvað, stundum í áttina að marki Blika, en alveg eins eitthvað annað, bara eitthvað. Ótrúlegt að horfa á fullorðna karlmenn spila eins og börn að mæta á sína fyrstu æfingu. Þeir fengu auðvitað nokkur dauðafæri úr spark-og-spretta tilburðunum.

En Fylkismenn komust líka upp með grófan leik, dómarinn missti þetta úr höndunum með því að grípa ekki strax í taumana og spjalda fyrstu hugsunarlausu árásina í upphafi leiks.

Afmælisgrill

Kiddi bauð í afmælisgrill eins og flest sumur.. þó hálf lasinn væri.

Gaman að hitta fjölskylduna yfir grilluðum hamborgurum að hætti Nonna og afmælisbarnsins, nokkrum bjórum og rauðvíni.. alltaf vel heppnuð kvöld.

Kiddi - afmæli - 5

Upptökur og jarðarför

Héldum áfram að vinna í upptökunum frá Sýrlandi, hljóma enn eins vel og í gær.. og eftirvinnsla gengur ansi hratt fyrir sig.

Tók samt hlé og kíkti í jarðarför Sivu, mömmu Helgu – og tengdamömmu Tomma, þar af leiðandi. Falleg athöfn í Kópavogskirkju.

Gaman að hitta gamlan æskuvin, Gylfa, á förnum vegin fyrir utan Salinn..

En héldum áfram – eða réttara sagt, Rikki hélt áfram og ég var að trufla hann – í öllu falli ættu trommur, bassi og gítarar að vera að mestu komin.

Annar dagur í upptökum á Fræbbblaplötu

Hlustuðum á afrakstur gærdagsins og að mestu leyti sáttir. Ákváðum að taka þrjú lög aftur og mögulega það fjórða. Lögin runnu inn í fyrstu töku – nema þegar bassatromman strauk frá Gumma – og allir grunnar orðnir góðir.

Við tókum smá tíma í að spila gítara aftur, en öll hljóðfæri ættu að vera komin.

Fékk mér bjór með Gumma og Rikka á danska barnum eftir upptökur.

En söngur og hljóðblöndun – og umslag og pökkun – og nafn.. enn eftir.

Sýrland - dagur 2 - A

Fyrsti dagur við upptökur á nýju Fræbbblaefni

Mættum til Sveins (og Gests) í Sýrland í kvöld til að stilla upp fyrir upptökur morgundagsins. Reyndar gekk svo vel að stilla upp að við prófuðum að renna í nokkur lög og ekki fráleitt að nokkrir grunnar standi.

En hugmyndin er að taka upp níu lög sem flest hafa verið á dagskránni allt of lengi, óútgefin. Sum reynar farið út í stökum vef útgáfum.

En nú þurfum við að koma þessu frá okkur og hugmyndin er að fá þetta sem næst lifandi upptökum, þeas. ekki endalaust snurfusað og fínpússað.

Vonandi tekst vel til og ný plata kemur út strax í sumar..

Fræbbblarnir í Sýrlandi, Rikki
Fræbbblarnir í Sýrlandi, Rikki

Blikasigur

Sáum öruggan sigur Blika á Fjölni í efstu deild karla í fótbolta..

Reyndar spilaði Fjölnisliðið ágætlega eftir að þeir lentu undir og hefðu svo sem nokkrum sinnum getað skorað. En Blikaliðið virðist nokkuð þétt, menn vita hvað þeir eiga að gera, leggja sig fram og ekki vantar hæfileikana. Ef ekki væri fyrir tvö rán þá væri liði á toppnum.. Og, kannski ekki svo fráleitt að liðið nái góðum árangri í sumar.. engir Evrópuleikir, ekki fleiri bikarleikir.

Öglu afmæli

Renndum til Brynju & Óskar – og Alla og Stínu í sumarbústaðinn þar sem haldið var upp á sjö ára afmæli Öglu Margrétar.

Það var ekki að veitingunum að spyrja, frekar en fyrri daginn, en við entumst svo sem ekki mjög lengi, enda búið að vera mikið „að gera“.

Agla Margrét - afmæli - 4

Agla Margrét - afmæli - 3

Komum (því miður) við í Krónunni á heimleið og keyptum tvo pakka af kjúklingabitum á grillið, seinni pakkinn var svo illa farinn að við þurftum að lofta út til að ná ýldulyktunni úr eldhúsinu.