Upptökur og jarðarför

Héldum áfram að vinna í upptökunum frá Sýrlandi, hljóma enn eins vel og í gær.. og eftirvinnsla gengur ansi hratt fyrir sig.

Tók samt hlé og kíkti í jarðarför Sivu, mömmu Helgu – og tengdamömmu Tomma, þar af leiðandi. Falleg athöfn í Kópavogskirkju.

Gaman að hitta gamlan æskuvin, Gylfa, á förnum vegin fyrir utan Salinn..

En héldum áfram – eða réttara sagt, Rikki hélt áfram og ég var að trufla hann – í öllu falli ættu trommur, bassi og gítarar að vera að mestu komin.