Greinasafn fyrir merki: Pasta e Basta

Amsterdam, laugardagur, IBC

Var rosalega þreyttur áður en ég fór að sofa, ákvað að slökkva á vekjaraklukkum og leyfa svefninum að hafa sinn gang. Enda svaf ég eins og steinn, svaf vel út en ekkert óheyrilega lengi. Morgunmatur á nálægum veitingastað og svo á IBC. Náði að heimsækja þokkalega mörg fyrirtæki, mikil þróun, betra streymi, meira gagnamagn, meiri upplausn, stærri skjáir og almennt svona frekar stöðugt framhald og fyrirtækin að ná hvert öðru.

360 gráðu myndavélar voru alls ráðandi í „Future Zone“ en eins flott og þetta er, hvort sem það eru hjálmar, hanskar eða kúlur.. þá sé ég ekki gagnið í framtíðinni.

Náði restinni af Arsenal-Southampton, fór á Paste e Basta og fékk frábæran mat, eðal þjónustu og alvöru stemmingu – þjónarnir skiptast á að syngja!

Svo upp á hótel í Sauna  og pott, datt inn á frekar undarlegan bar, fann engan frá RT Software en hitti Árna á EuroPub… Árni var hins vegar á leiðinni heim.  De Bekeerde Suster var lokuð þannig að þrátt fyrir að nenna ekki í Casino datt ég nú samt þangað, tapaði 50 Evrum í póker fyrir óþolandi heppnum náunga sem ætlaði að tudda mér út með tvær fimmur á móti mínum tveimur drottningum.. og gaurinn datt einmitt um þriðju fimmuna.

En, þarf svo sem ekki að kvarta, er í fínum plús á Casino heimsóknum.

Þaðan á LB Whisky barinn, þeir státa sig af hátt í þrettán hundruð tegundum af Whisky en áttu ekkert handa mér fyrr en í áttundu tilraun. Rölti svo upp á hótel í rigningunni, hafði hugsað mér að grípa einhvers konar rusl fæði en borgin var búin að loka.