Greinasafn fyrir merki: Thijs

Meira IBC

Kláraði heimsóknir á IBC og náði að klára til þess að gera snemma. Ekki svo sem mikið spennandi og sumir einfaldlega farnir.

En sama og á mánudeginum, lítil matur, einhver bjór, thai-snarl og svo inn í miðbæinn.. fyrst á In De Wildeman sem er einn uppáhalds bjórbarinn minn. Þaðan að kaupa vindla og svo á næsta uppáhalds bjórbar, Pilsener Club.

Aðeins of mikið af bjór og matur næst á dagskrá. Van de Kaart hefur lengi verið í uppáhaldi en ég kom að hálf tómum kofum hjá þeim, vour reyndar á staðnum en sögðust vera búin að loka veitingastaðnum og væru að sjá um veitingar í bátum. Í öllu falli bentu þau mér á annan franskan stað, Thijs.. sem var mjög góður, en kannski ekki frábær.

Síðan á Satelite barinn að horfa á Arsenal eiga skelfilegt kvöld og tapa fyrir Dortmund..

Næsta heimsókn var á L&B Whisky barinn en lét tvo drykki nægja, Macallan 21 árs og Caol Ila 27 ára – hvort tveggja afbragðsdrykkir.

Aftur á Holland Casino og náði að koma út með 200 Evrur í plús í þetta sinn..

Amsterdam - Whisky bar - 1