Greinasafn fyrir merki: Casino

Meira IBC

Kláraði heimsóknir á IBC og náði að klára til þess að gera snemma. Ekki svo sem mikið spennandi og sumir einfaldlega farnir.

En sama og á mánudeginum, lítil matur, einhver bjór, thai-snarl og svo inn í miðbæinn.. fyrst á In De Wildeman sem er einn uppáhalds bjórbarinn minn. Þaðan að kaupa vindla og svo á næsta uppáhalds bjórbar, Pilsener Club.

Aðeins of mikið af bjór og matur næst á dagskrá. Van de Kaart hefur lengi verið í uppáhaldi en ég kom að hálf tómum kofum hjá þeim, vour reyndar á staðnum en sögðust vera búin að loka veitingastaðnum og væru að sjá um veitingar í bátum. Í öllu falli bentu þau mér á annan franskan stað, Thijs.. sem var mjög góður, en kannski ekki frábær.

Síðan á Satelite barinn að horfa á Arsenal eiga skelfilegt kvöld og tapa fyrir Dortmund..

Næsta heimsókn var á L&B Whisky barinn en lét tvo drykki nægja, Macallan 21 árs og Caol Ila 27 ára – hvort tveggja afbragðsdrykkir.

Aftur á Holland Casino og náði að koma út með 200 Evrur í plús í þetta sinn..

Amsterdam - Whisky bar - 1

London, sunnudagur

Meira búðarráp, einstaka pöbb og ein Whisky búð, Vintage House.. Ég náði ekki sambandi við feðgana sem voru með miða á Tottenham-Cardiff.

Fórum á spænska tapas staðinn Dehesa í hádeginu, fínn staður, sérstaklega skinkur og pylsur og andalifrarpaté.. en stóð kannski ekki alveg undir væntingum (sem voru reyndar mjög miklar).

Sofnuðum eftir að við komum inn á hótel og náðum ekki að finna opið veitingahús við Charlotte Street, London virðist vera hálfgert sveitaþorp að þessu leyti á sunnudögum. Fundum loksins grískan stað. Elysée, sem var til í að taka á móti okkur… mig grunar við litlar vinsældir kokkanna. En þetta var nú einhver besti gríski veitingastaður sem við höfum farið á, reyndar er samkeppnin ekki mikil.

Kíktum á Casino við Tottenham Court Road á eftir, en engin alvöru spil í boði. Þaðan á Victoria Casino þar sem við hittum feðgana aftur og þá kom í ljós að þeir höfðu sent mér SMS með upplýsingum um miðana sem ekki hafði skilað sér. Einum þeirra gekk mjög vel í pókermóti, ég reyndi að spila en Iðunn var orðin lasin og við fórum heim eftir fjögur spil og fimm pund í mínus.

London - 2014 - 126 - lítil

London, Faulty Towers

Við Iðunn lögðum af stað til London rétt fyrir hádegi og vorum komin inn á hótel um fjögur.

Mættum í fordrykk á Gordon’s Wine Bar, hittum Jón og Jóhönnu þar, áður en við fórum í matarleikhús.

Matarleikhúsið var matur á Charing Cross Hotel þar sem við sátum til borð á Faulty Towers, sem byggði á persónum úr Fawlty Towers. Nokkuð vel gert, brandararnir byggðu á þáttunum að mestu leyti, en leikararnir gerðu vel úr ýmsum uppákomum. Maturinn var svo hins vegar ekkert sérstakur. Alls ekki.

Kíktum á Victoria Casino um kvöldið, mér gekk þokkalega, Iðunn óheppin og kvöldið nokkurn veginn á núlli. Hittum íslenska feðga sem voru að spila á móti, voru með aukamiða á Tottenham-Cardiff á sunnudag – sem ég ætlaði að þiggja.

London - 2014 - Faulty Towers - 178 - lítil