IBC

Mætti snemma á IBC sýninguna / ráðstefnuna.. náði einum fyrirlestri og náði að heimsækja talsvert mikið af fyrirtækjum. Afraksturinn var svo sem ekkert sérstakur, en alltaf eitthvað. „Cloud“ var tískuorðið og sumir virtust hafa hengt það í kynninguna bara til að vera með.. jafnvel myndavélaframleiðandi sem bauð ekki upp á neinn hugbúnað kynnti „cloud“.. Aðrir voru með „cloud-ready“ lausnir… hvað svo sem það er.

En kíkti á RT Software og hitti nokkur vænleg fyrirtæki.

En ég var óneitanlega heldur þreyttur í lok dags, nokkrir bjórar, lítill matur yfir daginn, thai-snarl og beint að borða eftir sýningu. Byrjaði reyndar á Café Belgique sem er alltaf jafn skemmtilegur en ákvað svo að gefa ítalska Vasso veitingastaðnum annað tækifæri. Við Iðunn fundum hann fyrir tilviljun 2006 og hann hefur yfirleitt staðist væntingar.. síðast fékk ég vondan mat og hef ekki farið síðan. En.. það var ekkert að matnum í þetta sinn, kannski ekki alveg í fyrri klassa samt.

Hitti svo nokkra íslendinganna „hjá Varða“ og átti ágætt spjall við suma. Þaðan í Holland Casino en náði hvorki að vinna né tapa.