Til Amsterdam

Fór smá krókaleið til Amsterdam, hafði nú pantað flug í seinna fallinu til að þurfa ekki að vakna of snemma, en..

Viktor var að fara til Englands í nám og átti pantað flug eldsnemma. Þannig að auðvitað fórum við saman til Keflavíkur, í morgunmat og svo í sitt hvort flugið.

Ég millilenti í Osló, einhverra hluta vegna var hagstæðast að fljúga til Amsterdam í gegn um Osló, með IcelandAir og Sas.

Keypti aðgang að betri stofu Sas á Gardemoen, svo sem allt í lagi, en ekkert sérstaklega merkilegar veitingar.

Í öllu falli var ég kominn undir kvöld til Amsterdam og eftir stutta „lagningu“ fór ég á Savini, ítalski staðinn á Spuistraat. Fyrsta flokks staður og maturinn frábær, trufflusvepparisottó ekki í boði í þetta sinn, en trufflusveppapasta var ekki mikið síðra.

Eftir matinn gekk ég beint í flasið á nokkrum Rúv-mönnum með Whisky flösku úti á götu. Hafði hugsað mér að kíkja á fyrrum félaga í RT Software en fann ekki.. kom í ljós seinna um kvöldið að þeir sátu á þar næsta bar..

Ég var aftur á De Bekeerde Suster að drekka tvo skammta af eðalbjórnum þeirra.

Flug til Amsterdam 7