Flachau, heimferð

Jæja, þetta var stutt, en þetta átti að vera stutt… verst að missa þessa daga í tafir á flugi.

En við lögðum tímanlega af stað frá hótelinu og vorum komin nokkuð fyrir klukkan eitt á flugvöllinn, enda flugið ekki fyrr en klukkan þrjú.

Flachau - 2014 - 027 - lítil

Þar tók við ansi leiðinleg bið, og ansi löng. Einhvern veginn hélt ég að Wow myndi nú hugsa fyrir að við fengjum góða þjónustu. En við innritun var starfsmaður í þjálfun (já, bókstaflega) og innritun tók heila eilífð. Rétt eftir að henni lauk, fimmtán mínútur yfir tvö var farið að kalla út í vél, þegar við vorum komin í gegnum öryggishlið (sem tók ekki langan tíma) var komið að síðasta kalli og rekið hressilega á eftir okkur. Engin smuga var að fá sér nokkuð að borða og löng bið á eina veitingastaðnum. En við létum okkur hafa það og fórum út í vagninn sem flytur farþega út í flugvél.. þar biðum við svo drykklanga stund, um tíu mínútur eftir að síðasti farþeginn var kominn. Það hjálpaði svo ekki til að eini rétturinn á matseðli Wow sem mér fannst girnilegur var búinn.

En ég hafði bitið í mig að við lentum klukkan átta en ekki sex, en sem betur fer báði ég í Viktor og hann kom strax og sótti okkur… við fengum fínan tíma að skoða og velja vín í fríhöfninni.

Viktor varð svo fyrir því óláni að bakka á bíl fyrir utan húsið hjá Bryndísi, en það voru engar skemmdir sjáanlegar í myrkrinu.