Matur hjá Friðjóni og Sæunni

Iðunn linnti ekki látum að hamast í vinum og fjölskyldu fyrr en hún hafði dregið Palla, Sæunni, Friðjón og Marel á skíði. Einhver hefði látið nægja að draga andann eftir hörku skíðaferð.

Röltum svo í manndrápshálku yfir til Friðjóns & Sæunnar og Sylvíu & Marels, þar var Palli og við fengum þetta úrvals lambalæri… sátum svo að sötra rauðvín þar til Viktor sótti okkur.