IBC 2018

Kíkti á IBC í Amsterdam enn eitt árið, ekki mörg verkefni, en eitt og annað kom upp og vonandi var ferðin „réttlætanleg“.

Ég nýtti mér Saga Lounge aðganginn í morgunmat, en var ekki lengi, enda Gummi á flugvellinum. Flugvélin þurfti að bíða í tvo tíma, fyrst var tilkynning um bilun í hreyfli, skipt um tölvubúnað og allt í lagi. Vélin fór þannig tæpum tveimur tímum seinna í loftið en til stóð, en lenti rúmlega klukkutíma seinna, eða 14:15, var samt kominn á In De Wildeman 15:00.

Ég var rétt að panta fyrsta bjórinn þegar Guðjón Hrafn hringdi og sagði mér fréttirnar af ISAL, þeas. að hætt hefði verið við söluna til Hydro.

Í öllu falli… upp á RHO hótel við Dam eftir tvo bjóra og smárétt á Wildeman og svo bjórflakk þar til kom að kvöldmat á Jansz. Lagði mig eftir matinn í nokkra klukkutíma og kíkti svo á EuroPub og Cafe Belgique og fleiri bari fyrir svefninn.

Á laugardeginum greip ég nýja lest beint upp á RAI og dagskráin hófst með fundi með Árna, Jóni Ívars og Kára frá Sýn með RtSoftware. Heimsótti fullt af fyrirtækjum, svona af gömlum vana, en lítið spennandi. Tveir bjórar „á ströndinni“ en búinn með dagskrána snemma og fór niður í bæ. Kíkti á Temple og De Bekeerde Suster á meðan ég horfði á fótbolta í símanum.

Svindlaði svoa aðeins á reglunni að fara bara á nýja veitingastaði og fór á Savini. Horfði svo á bikarúrslitaleik Breiðabliks og Stjörnunnar, svekkjandi tap í vítakeppni. Fór á Casino sem var ferð til 90 Evra fjár áður en datt aftur í bæinn í nokkra loka bjóra.

Sunnudagurinn fór svo aðallega í að reyna að sjá eitthvað nýtt og spennandi – en varð að mestu fyrir vonbrigðum. Hætti snemma og fór á bjórrölt áður en ég fór á Mr. Porter, verulega flottan veitingastað á 6. hæð (og glæsilegu útsýni) í miðbænum.

Amsterdam - IBC - 9-1

Einn bjór í miðbænum og svo upp á hótelið í Hoofdorp, ekki langt frá Schiphol. Einn bjór og einn gin & tónik fyrir svefninn… sem sagt frekar léleg frammistaða.

Heim á hádegi á mánudegi, kominn heim seinni partinn.