John Lydon og punksafnsopnun

Kíktum á blaðamannafund John Lydon’s í ekki-svo-góða veðrinu í Bankastræti en hann var mættur til að opna punksafnið á núllinu.

Það fékk svo sem enginn (nema fjölmiðlar) að koma með honum að opna safnið, sem lítur út fyrir að vera skemmtilegt, þó það sé lítið og þröngt.. en ákváðum eiginlega að koma aftur í betra tómi.

En svo sem gaman að hlusta á hann, það sem ég heyrði, skondið þegar hann misskildi spurninguna um YouTube og fór að tala um U2. En sem sagt gaman að heyra í honum.

Kíktum svo til Sylvíu með mat frá Austurlandahraðlestinni og horfðum á Ísland-Tékkland í handbolta.