Greinasafn fyrir merki: Wow

Heimferð

Iðunn átti flug á hádegi, en eftir smá tösku tilfæringar sat vegabréfið hennar eftir í tösku hjá mér.. hún hringdi af flugvellinum og gat „tékkað inn“ til 11:50..

Ég tók leigubíl til Victoria og Gatwick Express – hvorugt var svo sem frítt – og náði tímanlega.. var kominn upp 11:45. En þá voru allir farnir og engin leið fyrir hana að fá að fara með. Tékk-inn liðið í pásu og nennti ekki að opna. Yfirmaðurinn fannst ekki. Og Wow kom þetta ekkert við og heimtaði fullt fargjald fyrir nýtt far.

Þannig að.. aftur til London og fundum nýtt hótel. Náðum aðeins að kíkja í uppáhalds Whisky búðina okkar og borða á Ethai Busaba.. sem var alveg ágætur, en ekkert meira.

Flugið mitt var svo klukkan níu en þegar til kom þurftum við að bíða í vélinni í tvo og hálfan tíma áður en flogið var heim. Ég var kominn heim eitthvað um þrjú leytið.