Greinasafn fyrir merki: Vox

Iðunn einu árinu eldri

Iðunn átti afmæli í gær, reyndar svo ómerkilegt að það liggur við að það sé stórmerkilegt – fjörutíu og sjö ára.

Við kíktum á Vox í tilefni kvöldins, áttum tilboð þar sem við þurftum að nýta.. fórum í árstíðamatseðil og í stuttu máli sagt, alveg frábær matur og þjónustan fyrsta flokks. Skemmtilegt að fá kampavín sem er sérinnflutt fyrir þau og var sérstaklega gott.. Annars maturinn mjög góður og hvítvín mjög sérstök, bjór með ærkjötinu var líka fín tilbreyting. Hrossalundin var líka fyrsta flokks, þó hún hafi ekki náð heimsklassanum hjá Gumma um síðustu helgi, ótrúlegt hvað þetta eru góðar steikur. Rauðvínið, Cotes du Rhone sem ég hef ekki séð áður, var kannski minnst spennandi vínið, en svo sem ekkert að…