Greinasafn fyrir merki: Vinna

Breytingar í vinnu

Þá er komið að breytingum í vinnunni hjá mér…

Ég hætti rekstri Kuggs 2006 þegar ég fór með hóp frá Skýrr yfir til Símans. Í kjölfarið datt ég inn til Anza, svo aftur til Símans og þaðan til Staka 2008 – en Staki var fyrirtæki sem Síminn stofnaði til að annast hugbúnaðarvinnu fyrir ytri aðila. Síðasta haust keypti Deloitte svo Staka (og Talenta) og eru fyrirtækin nú hluti af þeirri samstæðu.

Ég á svo sem ekki von á miklum breytingum vegna þeirra verkefna sem ég hef verið að vinna við, amk. ekki á næstunni. Við fundum leið til að ég get áfram unnið að þeim áfram í samstarfi við Staka áfram án truflunar.

Þetta er búinn að vera fínn tími með einstaklega góðu fólki, en einhvern veginn voru síðustu breytingar ekki að virka – og þá er um að gera að halda áfram í sátt við alla.