Greinasafn fyrir merki: Viktor Orri

Kjördagur

Það er enn pínulítið skrýtið að vera ekki í vinnunni á kjördag. Við Iðunn fórum með Viktori, til þess að gera snemma, að kjósa og reyndum svo að nota daginn til að hvetja fólk til að kjósa.

Eftir þessa líka frábæru T-Bone steik mættum við á kosningavöku Pírata á Bryggjunni.. mjög skemmtilegur staður og fínasta stemming. En úrslitin kannski helst til svekkjandi, sérstaklega vegna þess að Viktor komst ekki inn, þó litlu munaði.

kosninganott

 

Viktor – afmæli

Viktor hélt upp á tuttugu-og-fimm, tuttugu-og-sex og tuttugu-og-sjö ára afmælið sitt hér í Kaldaselinu.

Örugglega hátt í hundrað manns, í þetta sinn að mestu jafnaldrar hans, mikið af pírötum og reyndar fólki úr öllum pólitískum áttum.

En mikið rosalega er þetta flottur hópur og mikið rosalega er framtíðin björt – engin ástæða til að endurtaka svartagallsrausið frá Sókrates – eða hver það var sem sagði að útlitið væri slæmt vegna þess hversu illa þeim leist á ungu kynslóðina.

viktor-afmaeli-9

 

Southampton

Dagurinn fór í að heimsækja Viktor í Southampton. Skólinn virkar mjög vel á okkur, hann virðist með ágætis íbúið og er þegar búinn að kynnast hálfum skólanum.

Ég var reyndar með einhvern aumingjagang og hef oft verið hressari..

En stutt heimsókn á bar og fundum svo ítalska staðinn La Tavernetta (eftir að fyrsti staðurinn sem við völdum var lokaður).. Mjög fínn ítalskur staður.. en aldrei þessu vant náði ég ekki að klára skammtinn.

En þetta er nokkuð löng lestarferð, um tveir tímar hvora leið þegar biðtíminn var tekinn með.

Southampton - 5

Frábært á Austurvelli en slappt hjá Arsenal

Fór með Guðjóni og Viktori og fleirum að horfa á Chelsea-Arsenal á „live“ bar.. ömurlegt upp á að horfa fyrir þá sem vilja frekar sjá Arsenal ganga vel.

Arsenal hefur tapað þremur leikjum mjög illa á tímabilinu, þeir hafa allir verið á útivelli og allir í hádeginu á laugardegi. Sem „B-maður“ eiga þeir alla mína samúð, þetta er nánast mannréttindabrot að ætlast til að menn séu tilbúnir að spila leik svona snemma morguns. Enda mættu leikmenn Arsenal steinsofandi til leiks. Dómarinn reyndar líka, gaf vitlausum mann spjald með vitlausum lit.. en hann slapp svo sem með skrekkinn, því þetta skipti auðvitað litlu máli.

En þaðan niður á Austurvöll að taka þátt í Samstöðufundi, Svana Helen með fína ræðu og Viktor Orri með þessa líka frábæru ræðu.

Fórum í kaffi á Stofunni og svo heitan pott og gufu áður en Brynja og Agla komu í mat.