Greinasafn fyrir merki: Þorláksmessa

Skata

Hefðbundin skötuveisla á Þorláksmessu hjá Öggu.. þeas. skata, saltfiskur og plokkfiskur. Ég lét saltfiskinn duga, bæði Iðunn, Jonni og Viktor réðust á skötuna, aðrir af „yngri kynslóðinni“ sem er svo sem ekki lengur svo ung, þáðu plokkfisk.

Einstaklega vel heppnað kvöld og þessar skötuveislur eru að verða jafn mikið tilhlökkunarefni en sjálf jólin.

Slepptum að þessu sinni að fara á flakk, enda kalt, mikið að gera og dagurinn óvenju langur eftir „ræsingu“ eldsnemma.