Greinasafn fyrir merki: Sumafrí 2013

Livorno

Næsta stopp í Livorno á Ítalíu – 19. júní – ekki langt frá Pisa og ekkert rosalega langt frá Flórens. Nenntum ekki til Flórens, enda vorum við þar í viku fyrir nokkrum (tja, 14) árum. En við kíktum til Pisa… skakki turninn óneitanlega mikilfenglegri í nálægð en af myndum. Tókum tvo leigumbíla fram og til baka, frekar stutt stopp, Skúli og eldri synirnir fóru upp í turninn, en skoðunarferðin bókaðist upp á meðan við vorum að hugsa.

Gripum einn bjórinn í skökkum glösum, ekki beinlínis gefinn… 6-9 Evrur eftir stærð.

FB - Vefur - Pisa - 08 - litil

Civitavecchia

Stoppuðum hér, um klukkutíma frá Róm, ákváðum að sleppa því að fara til Rómar.. fulllöng lestarferð, og ekki svo langt síðan við vorum þarna.

Svo sem ekkert sérstaklega áhugaverður staður. Nema Sora Maria. Frábær veitingastaður sem við duttum inn á.

Duttum reyndar inn á tilboð á Von Stainer hnífasetti.. venjulegt verð 695 Evrur en tilboðið á 50 Evrur… ég var frekar efins, en þetta virtist alvöur búð og alvöru sett – og þess virði að tapa mögulega 50 Evrum. En settið var auðvitað tekið af okkur við komuna í skip og sett í geymslu þar til við færum frá borði.

image

Túnis

Rifin upp fyrir allar aldir til að fara í land í Túnis… eina skoðunarferðin sem við gerum ráð fyrir að fara í.

Svo sem ekki merkileg, stoppað oft til að hleypa okkur út til að taka myndir, litlar upplýsingar og svo talsvert lengi að ráfa um einhvern markað.

Tókum aftur þátt í póker móti, þegar kom á skipið, ekkert okkar náði vinningi.

Túnis - vatnsból

Fyrir siglingu

Rúmlega tveir frábærir dagar í Barcelona. Lentum á fimmtudagskvöld nokkuð frá Barcelona á Reus flugvellinum og vorum ekki komin inn á hótel fyrr en um ellefu-leytið. Á hótelinu var mælt með Tapas stað á nálægu torgi, torgið var nánast tómt og staðinn hefðum við seint valið að fyrra bragði, en bauð upp á nokkra góða, ef ekki frábæra, rétti, tvær rauðvín og nokkur freyðivínsglös, allt á 44 Evrur.

FB - Vefur - Barcelona fyrir siglingu - 02 - litil

Við hittum Jonna á föstudeginum og fengum heldur betur ævintýralega sögu yfir löngum hádegismat, en reikna með að leyfa honum að segja sína sögu.

Alli kom svo í gærkvöldi og fórum á Los Caracoles, eftirminnilegan veitingastað þar sem gestir ganga fyrst gegnum barinn, svo í gegnum eldhúsið þar sem allt er á fullu og við liggur að maður brenni sig á eldavélinni og fljúgandi pönnum. Smá rölt um kvöldið þar sem mér tókst að brenna mig í andlitinu á eigin kveikjara, „logsuðutækið“ slökkti ekki á sér og ég var smá stund að átta mig á hitanum. Þorðum samt ekki að panta steiktan krakka af matseðlinum á Los Caracoles, enda ekki gefinn..

Barcelona fyrir siglingu - 13 - litil

Sylvía og Magnús kom svo á laugardagsmorgni, hittum Gyðu og Matta og dætur hádeginu á veitingastað við höfnina. Ég var búinn að sigta út eðal veitingastað en sá opnaði ekki fyrr en klukkan eitt þannig að við röltum á næsta lausa stað, Barnabier, sem reyndist fínn.

FB - Vefur - Barcelona fyrir siglingu - 17- litil

Við hittum svo Önnu-Lind, Skúla, Darra, Teit, Berg Mána og Pétur Glóa við tékk-inn.