Greinasafn fyrir merki: Stjórnmál

Kosningalög, beint lýðræði

Hér fylgir smá samantekt á hugmyndum um breytingar á kosningalögunum. Má örugglega fínpússa og taka ákveðna þætti fyrir,aðalatriðið er að fá umræðu og fara að koma hlutunum í verk

Landið eitt kjördæmi

Í sjálfu sér ekki flókið, 330.000 manna þjóð þarf ekki á skiptingu í kjördæmi að halda. Því fylgja óþarfa flækjur og óþarfahagsmunaárekstrar.

Eitt atkvæði á mann

Annað atriði sem segir sig í rauninni sjálft, það er verið að kjósa (vonandi) um málefni og stefnu við löggjöf ogframkvæmdavald. Hvers vegna ætti skoðun íbúa úti á landi á tilteknu máli að vega þyngra en þess sem býr áhöfuðborgarsvæðinu? Auðvitað eru engin rök fyrir því og einu rökin sem heyrast er að þetta sé gert til að vinna gegn öðruójafnvægi. Þvílík rökleysa.. er ekki einfaldara að leiðrétta þetta umrædda ójafnvægi? Hvers eiga kosningalögin að gjalda?Af hverju er þeim „nauðgað“ í þessu samhengi?

Mætti ekki með sömu „rokum“ gefa fólki mismunandi atkvæðisrétt eftir atvinnugrein? Eða háralit?

Hverjir setja lögin?

Í rauninni er fráleitt að þingmenn sjálfir séu að vasast í að setja kosningalög. Ekki er bara hætta á að þeir fari að hnikatil ákveðnum atriðum, sínum flokki í hag, amk. í eigin kjördæmi, heldur eru beinlínis staðfest dæmi um fráleitar reglur viðúthlutun þingsæta þar sem sitjandi þingmaður lét setja inn ákvæði fyrir sig og sína.

Kosningalögin eru auðvitað fyrir kjósendur og það er þeirra sem vilja ná kjöri að aðlaga sig að kröfum kjósenda, ekkiöfugt. Núverandi fyrirkomulagi má (í grófu samhengi) líkja við íþróttakappleik þar sem annað liðið setur reglurnar og dæmirjafnóðum. Já, þetta er að mörgu leyti sambærilegt því hagsmundir kjósenda og þingmanna fara langt í frá alltaf saman.

Aðgreina löggjafarvald og framkvæmdavald

Nokkuð sem mér finnst líka segja sig sjálft. Þetta eru tvö gjörólík hlutverk og í rauninni erfitt að átta sig á hvers vegnaþetta rann saman í eitt. Annars vegar er verið að tala um það að setja almenn lög og reglur til að fara eftir, hHins vegarer rekstur ríkisins.

Þeir sem lenda í stjórnunarstöðum eru oftar en ekki þeir sem hafa geð í sér til að koma sér áfram innan núverandi flokka.Ekki svo að skilja að þetta sé allt vondir og / eða óhæfir einstaklingar. En það vantar fjölbreytni og kröfur umfagþekkingu. Dettur einhverjum í hug að dýralæknir yrði ráðinn fjármálastjóri í 300.000 manna fyrirtæki?

Fulltrúalýðræðið

Upphaflega áttu „allir“ rétt til að sitja þing, reyndar með sínum fráleitu takmörkunum. En þegar á leið þótti ekki hagkvæmtað draga allan landslýð á þing og fulltrúalýðræðið var fundið upp. Í rauninni var þetta „skítaredding“ á tæknileguvandamáli.

Þetta tæknilega vandamál er ekki lengur til staðar. Það er einfalt í framkvæmd að leyfa öllum að taka þátt íatkvæðagreiðslu um allar lagasetningar.

Það er í rauninni fráleitt að ætlast til þess að kjósendur geti valið einn flokk út frá þeim fjölmörgu málefnum sem þarf aðtaka afstöðu til. Ég þekki amk. fáa sem finna algjöran samhljóm í stefnu eins stjórnmálaflokks.

Beint lýðræði

Það eru auðvitað nokkrar leiðir við beint lýðræði. Einfaldasta aðferðin er að gefa öllum kost á að taka þátt íatkvæðagreiðslu um öll frumvörp. Hlutverk þingsins yrði þá fyrst og fremst að semja og leggja fram frumvörp.

Og þá mætti auðvitað fækka þingmönnum.

Hvort þetta er eingöngu kosning á vefnum eða einnig verður boðið upp á að nota síma, jafnvel skriflega fyrir þá sem þaðvilja, er aukaatriði.

Ég hallast að því að leyfa kjósendum að framvísa atkvæði sínu, þeas. veita öðrum einstaklingi umboð til að fara með sittatkvæði, ýmist að öllu leyti eða í þeim málaflokkum sem kjósandi velur. Kjósandi getur auðvitað alltaf tekið þetta umboðtil baka. Og kjósandi getur hugsanlega ákveðið að framvísa atkvæði sínu í mismunandi málaflokkum til mismunandieinstaklinga.

Ég hallast að því að atkvæðagreiðsla sé opin, ég ætlast einfaldlega til þess að sá sem tekur afstöðu til og hefur áhrif álagasetningu, sé klár á að standa fyrir máli sínu. Ég hef heyrt gagnrýni um mögulega misnotkun, en þau tilfelli eru afarlangsótt og ætti að vera auðvelt að fyrirbyggja. Fyrir minn smekk finnst mér sjálfsagt að standa fyrir það hvernig éggreiði atkvæði. Engu að síður er þetta atriði sem má – og þarf að – hugsa til enda.

Það er sérstaklega mikilvægt að skoða þetta í samhengi við núverandi umræðu. Við síðustu þingkosningar var varla talað umESB, og þeir sem höfðu skoðun fóru lítið eftir flokkslínum. Í dag er þetta kannski stærsta spurningin. Væri ekki talsvertmikils virði að hafa vettvang fyrir umræður og möguleika á að kanna hug kjósenda?

Gagnrýni

Og svo ég leyfi mér að svara þeirri gagnrýni sem ég heyri oftast..

Fólk getur ekki sett sig inn í öll mál.

Jú, reyndar, en ef ekki þá er alltaf þessi möguleiki að framvísa atkvæði sínu, eða einfaldlega sitja hjá og leyfa þeim semhafa áhuga og skoðun að leiða málið til lykta.

Ég treysti ekki fólki til að taka rétta ákvörðun

Þessi rök ganga engan veginn upp. Með sömu rökum ætti að afnema kosningaréttinn alveg. Ef fólki er treyst til að takaafstöðu til málefna, velja sér flokk og kjósa eftir þessari afstöðu – þá segir sig sjálft að fólki er treyst til að takaafstöðu.

Er ekki alltaf hægt að svindla í svona tölvukerfum?

Það má vera að alltaf sé hægt að setja upp dæmi þar sem hægt er að svindla á kerfum, ef nægt fjármagn, endalaus tími oghægt er að véla nógu marga með.

Aðalatriðið er að það er hins vegar óendanlega miklu dýrara og flóknara en að svindla á núverandi kerfi.

Það er hægt að ganga þannig frá kosningakerfi að hætta á svindli og misnotkun sé miklu langsóttari og erfiðari en ínúverandi kerfi.

Æ, ég held ekki…

Kannski erfiðustu rökin að svara, vegna þess að þetta eru auðvitað engin rök og ekkert svar. Bara tilfinning að ekki séráðlegt að breyta því sem hefur verið óbreytt svo lengi. Sama hversu illa það er að virka.

Að lokum

Er kannski hægt að velta fyrir sér ef lýðræði hefði þróast „eðlilega“, það er að segja að allir væru alltaf að kjósa um öllmál, hverjum dytti þá í hug að taka upp fulltrúalýðræði. Hvað kæmu mörg „æ, ég held ekki“…