Greinasafn fyrir merki: Stiff Little Fingers

London, Stiff Little Fingers

Við vissum ekki alveg hverju við ættum að búast við frá Stiff Little Fingers.. við sáum þá 2008 í London og það eru enn einhverjir bestu hljómleikar sem við höfum séð, þó þeir hafi sleppt Gotta Getaway. Viktor hafði eftir enskri vinkonu sinni að pabbi hennar hafi nýlega orðið fyrir miklum vonbrigðum [kom síðar í ljós að stúlkan átti við The Stranglers] og kannski vorum við bara að eyðileggja góða minningu.

En stemmingin var fín, við héldum okkur aðeins til hliðar í stað þess að vera í miðri mannþrönginni og í stuttu máli sagt, frábærir hljómleikar. Þeir eiga auðvitað fáránlega mikið af flottum lögum og spilamennskan frábær, þétt keyrsla, lögin alveg 100%.. en það er ekkert hægt að lýsa svona.

Gotta Getaway var svo fyrsta uppklappslagið þannig að nú erum við búin að sjá það.

London - mars - SLF - 1

Eitt fór reyndar í taugarnar á mér. Þegar þeir kynntu Gotta Getaway töluðu þeir um að þeir væru alltaf að fá send YouTube upptökur þar sem hinar og þessar hjómsveitir væru að spila lagið. Og eina ástæðan til að þeir væru að taka lagið væri „to show you how it’s done“.