Greinasafn fyrir merki: Staki

Breytingar í vinnu

Þá er komið að breytingum í vinnunni hjá mér…

Ég hætti rekstri Kuggs 2006 þegar ég fór með hóp frá Skýrr yfir til Símans. Í kjölfarið datt ég inn til Anza, svo aftur til Símans og þaðan til Staka 2008 – en Staki var fyrirtæki sem Síminn stofnaði til að annast hugbúnaðarvinnu fyrir ytri aðila. Síðasta haust keypti Deloitte svo Staka (og Talenta) og eru fyrirtækin nú hluti af þeirri samstæðu.

Ég á svo sem ekki von á miklum breytingum vegna þeirra verkefna sem ég hef verið að vinna við, amk. ekki á næstunni. Við fundum leið til að ég get áfram unnið að þeim áfram í samstarfi við Staka áfram án truflunar.

Þetta er búinn að vera fínn tími með einstaklega góðu fólki, en einhvern veginn voru síðustu breytingar ekki að virka – og þá er um að gera að halda áfram í sátt við alla.

Norðanpaunk og Stakaferðasögugrill

Gönguferðahópur Staka boðaði grill [með afgöngum úr ferðinni], myndir og ferðasögu eftir vinnu. Eitthvað var fyrirvarinn stuttur og/eða áhuginn lítill en við mættum þrír, ég, Alli og Hákon. Við drógum konur og eitthvað af börnum með og fengum fínasta mat og úrvals rauðvín. En gaman að sjá myndir og heyra ferðasöguna.

Við Iðunn fórum svo með Alla og Áslaugu á Gaukinn þar sem upphitun fyrir Norðanpaunk var í gangi.

Ég vil ekki vera leiðinlegur [jú, gott og vel, sennilega er ég leiðinlegur]

En, ég geri ekki lítið úr kraftinum og hraðanum og hversu vel spilandi hljómsveitirnar voru. En fyrir minn skrýtna smekk þá á þetta ósköp lítið skylt við „punk“, að minnsta kosti var tónlistin víðsfjarri því „punki“ sem ég féll fyrir í lok áttunda áratugar síðustu aldar [úff, næstum fjörutíu ár!], jú, jú það komu alveg fyrir skemmtilegir hljómagangar og jafnvel taktar, en.. það er bara ekki nóg.

Því ekkert af því sem ég heyrði á nokkuð skylt við þá tónlist sem ég hafði gaman af og kveikti minn áhuga á „punkinu“, frá hljómsveitum eins og Ramones, Clash, Jam, Sex Pistols, Stiff Little Fingers, Stranglers [og ég er að gleyma slatta].

Einhverra hluta vegna enduðum við heima hjá Áslaugu að hlusta á tónlist, byrjuðum á Strange Little Girl frá Stranglers, en drukkum svo meiri bjór, sem reyndist ekki góð hugmynd daginn eftir.. þeas. meiri bjórdrykkja, gaman að kíkja heim með Áslaugu.

Bjórhátíð og flakk

Kvöddum Hjörleif og Skarphéðinn í Staka eftir vinnu. Þaðan lá leið okkar Iðunnar á Kex þar sem okkur Fræbbblum hafði verið boðið á bjórhátíðina. Við vorum frekar sein og lítið af bjór í boði, fengum okkur nokkra og fórum svo að borða.

Eftir smá rölt lá leiðin á Austur – Indíafjelagið, höfum ekki komið þangað lengi og maturinn var eiginlega frábær, þjónustan fyrsta flokks og í rauninni alls ekki svo dýrt.

Eftir þetta fórum við og hittum þá Staka menn sem enn stóðu í lappirnar, Whisky á Dillon og svo aftur yfir í bjórinn. Á leiðinni út hittum við Ellert, fyrrum bassaleikara Fræbbblanna og snerum við og fórum í meiri bjór.

Jólahlaðborð Staka

Mættum með Staka á jólahlaðborð á Grand Hótel.. eiginlega bara nokkuð góður matur – bæði til þess að gera hefðbundið jólahlaðborð og svo skemmtilegar tilbreytingar… steikt síld, villibráðarsalat og heitreiktur lax.

Bjarna Ara sá um skemmtiatriði, og gerði það svo sem ágætlega, en mér það truflar mig alltaf þegar tónlistaratriði eru með undirspil af „kassettu“ (þó það hafi verið iPod í þessu tilfelli).

Við ætluðum reyndar að fara varlega enda Einifells ferð á morgun.. en létum svo plata okkur á barinn á Hótel Holt og vorum full lengi fram eftir.