Greinasafn fyrir merki: Secret Solstice

Secret Solstice – sunnudagur

Þá var komið að okkur að spila á Secret Solstice, drifum okkur um hádegi með magnarana og kíktum á fyrsta atriðið. Beggi Smári (og hljómsveit) hófu leik og mikið rosalega eru þeir góðir, blúsinn er kannski ekki alveg mín tónlist, en get heldur betur notið þess að hlusta á þá.

Við kíktum svo heim til að skipta um strengi í nýja gítarnum mínum, Assi sá um það, en þetta er auðvitað ekkert flókið. Aftur í Laugardalinn, misstum af Paunkholm, en gripum Bootlegs að mestu, þéttari en [vantar góða samlíkingu].

Okkur gekk svo eiginlega mjög vel að spila og heyrðum ekki betur an að þeir sem voru mættir hafi verið mjög sáttir. Reyndar var frekar fámennt á svæðinu, en góður hluti þeirra sem voru mættir virðast hafa ákveðið að kíkja á okkur. Ekki veit ég, eða skil, þessa tímasetningu og staðsetningu… en það er ekki okkar að ákveða.

Við Assi fórum með græjurnar og rétt misstum bæði af Teit og Ragnheiði Gröndal, sem mér skilst að hafi verið frábær. Fórum á smá rölt og náðum næst Amabadama, sem voru alveg frábær, mjög skemmtileg, fín stemming og frábær lög. Þaðan að kíkja á Tappann, Gummi kominn aftur að tromma, en ákváðum að segja þetta gott, enda vel þreytt… ég orðinn kvefaður og hálf lasinn.

Secret Solstice - sunnudagur - 2

Secret Solstice – föstudagskvöld

Secret Solstice - föstudagur - IM - 1-1Annað kvöldið á Secret Solstice.. (löng saga en) við náðum ekki að mæta fyrr en upp úr átta og misstum af ansi mörgum atriðum sem við hefðum viljað sjá. Fórum með Assa og hittum Rikka í biðröðinni og röltum um svæðið með þeim.

Ótrúlega skemmtileg stemming og flott umgjörð á hátíðinni og hlökkum til að spila.. spurning reyndar hvernig mæting verður á sunnudegi.. fullt af spennandi atriðum en hætt við að einhverjir verði orðnir lúnir.

Og ekki spillir að detta um fullt af skemmtilegu fólki..

En sáum Richard Ashcroft, Roots Manuva og Foo Fighters.. rétt gægðumst inn á Birni í Fenri. Ashcroft fínn, en bætti kannski ekki miklu við… Foo Fighters nokkuð góðir, var svona á báðum áttum til að byrja með, sum „atriðin“ ekki alveg fyrir mig og þeir hefðu alveg mátt sleppa sólóunum (óendanlega leiðinleg).. en þrátt fyrir að daðra aðeins við allt sem mér finnst hallærislegt í rokktónlistinni (sérstaklega þeirri Bandarísku) þá komast þeir samt upp með það og blanda af fínum lögum og góðri keyrslu skilaði nú á endanum fínustu hljómleikum og ég neitaði að fara heim fyrr en þeir voru búnir (þrátt fyrir óskir samferðamanna um að segja þetta gott).

Secret Solstice - föstudagskvöld - 1-1

Secret Solstice - föstudagskvöld - 2-1

Secret Solstice - föstudagskvöld - 3-1