Greinasafn fyrir merki: Schiphol

Amsterdam, sunnudagur

Ákvað að sleppa IBC, búinn að sinna því sem ég ætlaði að sinna og átti eftir að kíkja á nokkra staði.. til dæmis að drekka meiri bjór.

Meiri vindlar, eitthvað af fötum, líkjör á Wynand Fockink (sem ég veit ekki enn hvernig er borið fram) og eitthvert smádót.

Dundaði mér aðeins á  De Bekeerde Suster, kíkti á markað á torginu þar, allt í lagi kínverkst nudd og svo nautasteik á Gaucho, fín en eitthvað lítið spennandi.

Einn bjór í viðbót á Café Belgique og svo upp á hótel. Ég hafði hugsað mér að nýta nýja leigubílaþjónustu, Abel, enda átti ég afsláttarkóda – þeir eru hins vegar mjög dýrir ef maður vill vera kominn á réttum tíma, var orðinn of seinn í lest þannig að ég pantaði Uber.

Lítið að gera á Schiphol, innritun og leit gengu hratt fyrir sig, en það var bókstaflega allt lokað þegar ég var kominn inn. Flugið fínt og þjónustan bara vel yfir meðallagi, flaug með IcelandAir í þetta skiptið.