Greinasafn fyrir merki: Rokkbarinn

Fræbbblar á Rokkbarnum

Við Fræbbblar spiluðum á Rokkbarnum í góðum hópi og skemmtilegum hljómsveitum – PungSig byrjuðu, síðan Saktmóðigur og svo tókum við nokkur lög.

Í þetta skipti spiluðum við til skiptis gamalt efni og nýlega útgefið, aðeins eitt óútgefið lag, Sjór.

En Rokkbarinn er með skemmtilegri hljómleikastöðum á svæðinu, fínar græjur og hljómar vel á sviðinu – vel að verki staðið hjá Sindra Thunderbird sem skipulagði hljómleikana og sá um hljóð og græjur.

Ég er ekki frá því að þetta hafi verið með betri hljómleikum okkar – en mér finnst það svo sem oft eftir hljómleika.. að minnsta kosti fín stemming hjá okkur, lítið um mistök og höfðum gaman af að spila.

Hljómleikar, hljómleikar og smá pool

Iðunn fékk hálfan vinnustaðinn í partý í gær.. þannig að ég fór á smá flakk með Alla, fyrst í pool í Lágmúlanum, sem gekk alveg ágætlega.

Þaðan á Gaukinn að hlusta á OjbaRasta sem alltaf eru betri og betri, en náði ekki að klára þá hljómleika – þurfti að spara leigubíla og nýta ferðir – og rauk á Rokkbarinn í Hafnarfirði. Þar voru svo þrjár hljómsveitir hver annarri betri, Casio Fatso, Morgan Kane og Dorian Gray. Nánar um það í sér bloggfærslu.

Að lokum heim í Kaldaselið þar sem samkvæmið var enn í fullu fjöri og stóð fram eftir nóttu.