Greinasafn fyrir merki: Richard Ashcroft

Secret Solstice – föstudagskvöld

Secret Solstice - föstudagur - IM - 1-1Annað kvöldið á Secret Solstice.. (löng saga en) við náðum ekki að mæta fyrr en upp úr átta og misstum af ansi mörgum atriðum sem við hefðum viljað sjá. Fórum með Assa og hittum Rikka í biðröðinni og röltum um svæðið með þeim.

Ótrúlega skemmtileg stemming og flott umgjörð á hátíðinni og hlökkum til að spila.. spurning reyndar hvernig mæting verður á sunnudegi.. fullt af spennandi atriðum en hætt við að einhverjir verði orðnir lúnir.

Og ekki spillir að detta um fullt af skemmtilegu fólki..

En sáum Richard Ashcroft, Roots Manuva og Foo Fighters.. rétt gægðumst inn á Birni í Fenri. Ashcroft fínn, en bætti kannski ekki miklu við… Foo Fighters nokkuð góðir, var svona á báðum áttum til að byrja með, sum „atriðin“ ekki alveg fyrir mig og þeir hefðu alveg mátt sleppa sólóunum (óendanlega leiðinleg).. en þrátt fyrir að daðra aðeins við allt sem mér finnst hallærislegt í rokktónlistinni (sérstaklega þeirri Bandarísku) þá komast þeir samt upp með það og blanda af fínum lögum og góðri keyrslu skilaði nú á endanum fínustu hljómleikum og ég neitaði að fara heim fyrr en þeir voru búnir (þrátt fyrir óskir samferðamanna um að segja þetta gott).

Secret Solstice - föstudagskvöld - 1-1

Secret Solstice - föstudagskvöld - 2-1

Secret Solstice - föstudagskvöld - 3-1