Greinasafn fyrir merki: Refur

Ferðaundirbúningur og leikhús

Byrjaði daginn reyndar á að sækja letistól.. en síðan fundur hjá Bryndísi til að „hita upp“ fyrir komandi skíða- / afmælisferð.

Þaðan í leikhús með stuttri viðkomu á Kringlukránni..

Sáum „refinn“ á litla sviði Borgarleikhússins. Leikurinn var í fyrsta flokki, smá hnökrar skiptu í rauninni litlu, varð jafnvel til að leikurinn varð eðlilegri fyrir vikið. Ég þurfti reyndar að fá skýringu í hléi á því hvað hlutverk einnar persónu var kallað („refabendir“), heyrði bara „refabrxksx“. Sviðsmyndin var mjög flott, þó ég áttaði mig ekki á hvað fótanuddtækið var að gera þarna.. Eina vandamálið var að leikritið sjálft er frekar „þunnur þrettándi“ – og það er jú takmörkun sem hvorki úrvalsleikur né flott sviðsmynd geta komist yfir. Ein, frekar mikið notuð, hugmynd og einhvern veginn frekar fyrirsjáanlegt og óspennandi..

Ætluðum að fá okkur einn bjór á kránni eftir sýningu en þá var búið að loka… getur það verið klókt að loka krá við hliðina á leikhúsi svona snemma? Í öllu falli þá buðu Krisssi & Rúna heim og við töluðum um mat í klukkutíma!