Greinasafn fyrir merki: Pool

Pool mót Staka

Þurfti að láta bikarinn fyrir Pool mót Staka… enda ekki við öðru að búast, hef ekki spilað leik í ár. En byrjuðum heima hjá Jóni (og Jóhönnu) í afbragðsmat, bjór, hvítvíni, rauðvíni og jafnvel Whisky.

Þaðan á Poolstofuna í Lágmúla þar sem mér gekk nú eitthvað betur en ég þorði að vona, náði amk. í milliriðil, en átti ekki erindi lengra. Sævar vann svo Fribba í úrslitaleik.

Í einhverjum vitleysisgangi datt ég inn í póker á Magma, gekk þokkalega þar til einhver rak á eftir mér að fara í bæinn að hitta Iðunni, sem var á Kalda.. tók smá áhættu og tapaði með tvær áttur á móti tveimur nýjum. En hitti bæði þá sem enn stóðu uppi af Staka fólki og svo Iðunni á Kalda, þar sem við hittum amk. Nínu, gamla æskuvinkonu hennar. Aldrei þessu vant vildi ég segja þetta gott, en Iðunn dró okkur á Ölstofuna, sem var svo sem fínt, hittum Kötu og Jón Stefáns (og eitthvað af fólki sem ég er búinn að gleyma hverjir voru!). Tókum bíl með Fribba og Tóta svona eitthvað nálægt klukkan fimm.