Greinasafn fyrir merki: Píratar

Kjördagur

Það er enn pínulítið skrýtið að vera ekki í vinnunni á kjördag. Við Iðunn fórum með Viktori, til þess að gera snemma, að kjósa og reyndum svo að nota daginn til að hvetja fólk til að kjósa.

Eftir þessa líka frábæru T-Bone steik mættum við á kosningavöku Pírata á Bryggjunni.. mjög skemmtilegur staður og fínasta stemming. En úrslitin kannski helst til svekkjandi, sérstaklega vegna þess að Viktor komst ekki inn, þó litlu munaði.

kosninganott