Greinasafn fyrir merki: Pilsener Club

Amsterdam, föstudagur

Tíunda ferðin á IBC í Amsterdam..

Alltaf gaman að koma til Amsterdam og alltaf sérstakt að mæta á IBC.

Hótelið, Grand Hotel Amrath, var fimm stjörnu, gamaldags og eðal hótel út í gegn, frábær þjónusta, flott þjónust og allt til alls, frítt á mini-bar, sauna, heitur pottur, sloppar og inniskór.

Ég þurfti aðeins að sinna annarri vinnu og það tók því ekki að fara á sýninguna.

Byrjaði á De Bekeerde Suster, þaðan að kaupa vindla hjá Hajenius, yfir á Pilsener Club þar sem ég hitti Árna Finns á rölti – við fengum okkur að sjálfsögðu bjór.

Hugmyndin var að prófa nú nýja veitingastaði í þessari ferð, en þeim á franska staðnum Bord’Eau var skemmt þegar ég kom og hélt að ég gæti fengið borð fyrirvaralaust. Þannig að ég rölti á Vasso, sem var ekki langt undan, og fékk frábæran mat. Kíkti við á EuroPub en fann engan sem ég þekkti (skilst reyndar að Árni hafi verið þarna) en datt svo á Café Belgique í bjór, þaðan á In De Wildeman í bjór og svo í meiri bjór á nálægan bar með Jason og Lindsay frá RT Software. Við sátum eitthvað fram eftir kvöldi en heilsan var ekkert rosalega þannig að við hættum til þess að gera snemma. Samt, einn bjór á  De Bekeerde Suster fyrir svefninn.