Greinasafn fyrir merki: Ojba Rasta

Ojba Rasta á Gauknum

Kíkti á Gaukinn á Ojba Rasta.. verð að játa að það var nokkuð erfitt að koma sér af stað eftir að hafa dottað í stólnum í stofunni. En ferðin var heldur betur þess virði.

Það er ekkert leyndarmál að mér finnst Obja Rasta einhver skemmtilegasta hljómsveit landsins.. en eins og gengur eru hljómleikarnir þeirra mismunandi. En ég er ekki frá því að þetta hafi verið einhverjir bestu hljómleikar sem ég hef séð hjá þeim.. veit kannski ekki hvers vegna, en stemmingin í hljómsveitinni einhvern veginn frábær.

Ekki verra að hitta Arnar, Alla, Brynju, Óskar, Jón Stefáns… og nokkra fleiri.

Hitti svo nokkra Breiðablikskaratesvartbeltinga rétt þegar ég var á leið í leigubíl heim á leið.. hefði verið gaman að kíkja með þeim á næsta bar (Dubliner) en mikið að gera á morgun – og sennilega verið minna gaman að hafa haldið áfram… svona fer nú skynsemin með mann (stöku sinnum) á þessum aldri.

Ojba Rasta á gauknum

Kíkti á Ojba Rasta á Gauknum, flottir hljómleikar á einhverjum skemmtilegasta hljómleikastaðnum í bænum. Skal samt játa að þetta rapp-skot hjá þeim er ekki að gera mikið fyrir mig. Var reyndar hálf þreyttur eftir smá törn og karate æfingu fyrr um kvöldið, þannig að ég lét mér nægja fyrri hlutann, beið reyndar nokkuð lengi eftir að seinni hluti hæfist…

Ojba Rasta - Gaukurinn

Hljómleikar, hljómleikar og smá pool

Iðunn fékk hálfan vinnustaðinn í partý í gær.. þannig að ég fór á smá flakk með Alla, fyrst í pool í Lágmúlanum, sem gekk alveg ágætlega.

Þaðan á Gaukinn að hlusta á OjbaRasta sem alltaf eru betri og betri, en náði ekki að klára þá hljómleika – þurfti að spara leigubíla og nýta ferðir – og rauk á Rokkbarinn í Hafnarfirði. Þar voru svo þrjár hljómsveitir hver annarri betri, Casio Fatso, Morgan Kane og Dorian Gray. Nánar um það í sér bloggfærslu.

Að lokum heim í Kaldaselið þar sem samkvæmið var enn í fullu fjöri og stóð fram eftir nóttu.