Greinasafn fyrir merki: Morgan Kane

Leikhús og Morgan Kane og Íslenski barinn

Kíktum á Íslenska barinn í bjór og smárétti – eða kannski ekki smárétti – en mjög góður matur. Og gaman að sjá hversu vel Guðjóni finnur sig í starfinu.

En þaðan á sýningu Heklu og félaga í Listaháskólanum á „Verk í vinnslu“.. skemmtileg sýning, eins og þær gerast bestar á þessu sviði.

Rigning

Næst á Bar 11 með Alla, Brynju, Kristínu og Svanhildi. Þar voru Morgan Kane var að halda sína (áttundu??) kveðjutónleika, reyndar með fleirum.

Vonandi er þetta ekki endanleg kveðja hjá þeim, því þetta er með skemmtilegri hljómsveitum landsins og platan þeirra dettur oft í spilun hjá mér.

Morgan Kane - Bar 11
Morgan Kane – Bar 11

En ég þurfti að vakna fjögur í morgun og við létum þetta gott heita.. heyrðum reyndar 1-2 lög með Saktmóðigur á leiðinni og virkuðu þeir með hressara móti. En hafði sem sagt rænu á að fara heim upp úr miðnætti..

 

Vantrú, Elín Helena og Gaukurinn

Við ákváðum að taka því rólega þetta föstudagskvöldið.. enda nóg á gera á morgun.

Ég fékk mér reyndar bjór eftir vinnu, yfir „pool“.. og Iðunn mætti í ekki-lengur-rauða-sófann í bjór með sínum vinnufélögum.

Það lá leiðin svo á Hornið þar sem Vantrúarfólk hittist í mat.. alltaf skemmtilegar umræður þegar þessi hópur hittist.

Vantrú - Hornið - apríl 2014 - lítil

Við fórum reyndar áður en samkvæminu lauk til að ná í útgáfuhóf Elínar Helenu á Dillon. Náðum nokkrum lögum með Morgan Kane, flott eins og alltaf.. og sáum Elín Helenu, einhver skemmtilegasta hljómsveit landsins í dag. Nýju vinnufélagarnir mættir þangað, enginn friður…

ElínHelena-Dillon - apríl 2014 - lítil

 

En þar hittum við Jón Örn og fleiri og létum tilleiðast að reyna að ná Bootlegs á Gauknum, enda einhvers konar stuðnings hljómleikar fyrir Gaukinn – og sjálfsagt að styrkja þann frábæra stað.

Við náðum þó ekki að bíða eftir Bootlegs, tvær hljómsveitir eftir áður en kom að þeim.

Og þetta átti jú að vera rólegt föstudagskvöld.

Hljómleikar, hljómleikar og smá pool

Iðunn fékk hálfan vinnustaðinn í partý í gær.. þannig að ég fór á smá flakk með Alla, fyrst í pool í Lágmúlanum, sem gekk alveg ágætlega.

Þaðan á Gaukinn að hlusta á OjbaRasta sem alltaf eru betri og betri, en náði ekki að klára þá hljómleika – þurfti að spara leigubíla og nýta ferðir – og rauk á Rokkbarinn í Hafnarfirði. Þar voru svo þrjár hljómsveitir hver annarri betri, Casio Fatso, Morgan Kane og Dorian Gray. Nánar um það í sér bloggfærslu.

Að lokum heim í Kaldaselið þar sem samkvæmið var enn í fullu fjöri og stóð fram eftir nóttu.