Greinasafn fyrir merki: Mikkeler

Garður, flakk, naut, sirkus, hljómleikar og bjór

Byrjuðum á að rífa upp rætur 10 trjáa úr garðinum, nokkuð sem hafði staðið lengi til, og skotgekk með hjálp bílsins.

Ingólfshátíð - 1
Þá niður í bæ að kíkja á Ingólfshátíðina á Austurvelli,hittum Monicu og dætur – og þaðan á matarmarkaðinn í Fógetagarðinum með Krístínu og Ægi Mána. Létum eitt smakk nægja og einn bjór frá Skúla.

Fyrri áætlanir um að kíkja í grill með gögnuhóp Staka gengu ekki upp.

Þaðan heim að elda nautalund.. og ég held svei mér þá að ég hafi aldrei fengið betri nautalund, keypti í „Þín verslun“ í Seljahverfi og smellhitti á eldunartímann.. verst að ég get sennilega aldrei endurtekið þetta.
Nautalund 1 Nautalund 2
Við fórum svo með Assa & Stínu á Skinnsemi sýningu Sirkus Ísland á Klambratúni. Skemmtileg sýning og frábært framtak.

Við röltum við niður í bæ eftir sýning, fengum okkur bjór á Ob.La.Di. Ég mæti þarna allt of sjaldan, skemmtilegur staður og alltaf lifandi tónlist – Björgvin, Pálmi og Tommi voru að spila eitthvað sem þeir kölluðu kokteilmúsík, heldur betur ekkert að því. En við entumst reyndar ekki lengi, enda frekar lúin eftir gærkvöldið og þurftum þar fyrir utan nauðsynlega að prófa Mikkeler bjór fyrir svefninn.

Horfðum svo á bardaga frá Las Vegas fyrir svefninn.