Greinasafn fyrir merki: Malaga

Malaga

Ég fór á smá rölt á meðan Iðunn kíkti á ströndina fram að hádegi. Aspas og ýmislegt smálegt á svölunum.. og svo til Malaga í strætó.

Göngugatna, bar rétt hjá húsinu Idhunn og smá búðaaráp. Vorum ekki lengi og enduðum ferðina í skylduheimsókn á Bar Malaga, sherry, madeira og fleira.

Magnús var orðinn of slappur til að borða með okkur en við fórum á Aberdeen Hong Kong og fengum alveg ágætan kínverskan mat.. sennilega með betri kínverskum stöðum – og ekki spillir að verðið er nokkuð hagstætt.

Sátum svo kannski helst til lengi á svölunum að sulla í Campari Orange.

Malaga - bar - 3

Amsterdam – Malaga

IBC lokið.. smárölt í miðbæ Amsterdam, meiri vindlar, meiri bjór á Pilsener Club og svo í flug.

Fluginu seinkaði og Iðunn var kominn á flugvöllinn í Malaga klukkutíma á unda mér – óneitanlega gaman að hitta hana eftir að hafa verið að þvælast einn.

Fórum nánast beint út að borða á alveg ágætan ítalskan stað á móti okkur í götunni.

En alltaf gaman að koma til Benalmadena, svona hálf heimilislegt.. mátulega stór bær, allt til alls, en ekki of troðið.