Greinasafn fyrir merki: Lýðræðishljómleikar

Lýðræðishljómleikar

Við Fræbbblar spiluðum á Lýðræðishljómleikum Gauksins og gekk eiginlega bara nokkuð vel held ég.. enda erum við ekkert minna en frábær þegar vel tekst til.

En fyrst að sækja græjur, stilla upp og prófa hljóðið hjá Hróa á Gauknum. Svo í karate, heim í mat og beint að spila.

Fínasta mæting þó þetta sé fimmtudagskvöld og ekki annað að heyra og sjá en að fólk hafi skemmt sér vel.. eiginlega mjög margir sem nefndu hvað þetta hefði komið þeim skemmtilega á óvart.

Þá var gaman að hitta foreldra Dóru.