Greinasafn fyrir merki: Ljótasta orðið

Ljótasta orðið og pylsugerðarpartý

Mættum á kynningu úrslitanna í samkeppninni um ljótasta orðið. Ég er reyndar enn á því að „hrogn“ sé það ljótasta samanber yfirburða rökfærslu í annarri færslu.

En hvað um það. Viktor hringdi og bað okkur að hafa gjallarhorni (ið hans Jonna) meðferðis. Við vorum frekar sein fyrir og komum fimm mínútum of seint. Rétt þegar við vorum að renna í „hlað“ hringdi síminn, það var auðvitað Viktor og ég byrjaði óðamála að útskýra að við værum að keyra inn á bílastæðið og gjallarhornið væri því ókomið. Hann greip framm í og sagðist sjálfur ekki vera mættur, hafði tafist við að sækja ramma og var að ganga einhvers staðar nálægt tjörninni.. og bað okkur að sækja sig. Iðunn tók símann og eitthvað gekk þeim illa að leiðbeina mér við aksturinn þannig að við fórum óþarfa krókaleið.. fundum hann á endanum, hann hentist út úr bílnum á Suðurgötunni nánast á ferð, við lögðum við hótel Sögu og brutum okkur leið milli trjánna inn á víðavanginn þar sem athöfnin var haldin, í holu íslenskra fræða. „Pabbi, hvar er gjallarhornið?“ Hann hafði ekki tekið það með og ég ekki haft rænu á að kíkja. Þannig að aftur hljóp ég af stað út í bíl, náði í gjallarhornið og aftur til baka. Kórinn og upptökumaður Rúv orðnir ansi kaldir en þetta hafðist… enda kalt og hvasst og athöfnin á opnu svæði. Kvennakórinn Katla söng, Gunnbjörn spilaði lagstúf á munnhörpu og „geirvarta“ var útnefnt ljótast orðið. Ég náði reyndar ekki nafninu á verðlaunahafanum en verðlaunaskjalið var ansi skemmtileg útfærsla á orðinu „geirvarta“ sem myndaði geirvörtu.

Ljótasta orðið litil

Þegar við vorum aðeins farin að þiðna í bílnum var okkur bent á að það væri árleg hátíð pylsugerðarklúbbs á Ljósvallagötunni og þar væru eðal pylsu seldar til styrktar geðdeild Landsspítalans. Þannig að við mættum þangað fengum frábærar pylsur fyrir lítinn pening og styrtkum gott málefni.

Pylsugerðarstyrktarsala - lítil

Þaðan í heitan pott og gufu í Árbæjarlaug eftir að hafa gripið í tómt í Breiðholtslauginni, reyndar með örstuttri viðkomu í vínbúðinni þar sem bjórbirgðir heimilisins voru komnar að hættumörkum, bara slatti til.

En Iðunn var búin að panta eitt frítt helgardagskvöld fram að jólum, og þetta var ekki verra kvöld en hvert annað.