Greinasafn fyrir merki: L’Amorosa

London, laugardagur

Við Iðunn fórum frekar snemma á flakk niður að Strand og Covent Garden.. stoppuðum aðeins í kaffi og búðum og röltum um þar til Freemasons Arms opnaði á hádegi. Viktor hitti okkur þar og við horfðum á dramatískan leik Tottenham og Arsenal, með öllum sveiflum… bæði með Arsenal og Tottenham aðdáendum, verst að Tottenham fjölskyldan sem sat með okkur við borð var farin þegar Arsenal jafnaði!

London - mars - Freemasons Arms

En svo á Belgo, sem er alltaf skemmtilegur veitingastaður, en þau eru hætt með smakk-brettin. Þar á eftr rölt um Covent Garden, kaffi, vindlar, drasl, kökur, belti – og við Viktor keyptu sitt hvorn hattinn.

Smá pása fyrir kvöldmatinn en hann var við King Street í Hammersmith, ítalskur L’Amorosa, sem fær frábærar umsagnir á Hardens.

Og stóð undir frábærum umsögnum.. ekta ítalskur staður. Við fengum okkur öll truffluskotið Carpaccio og svo var Iðunn með trufflupasta („maltagliati“), ég fékk mér Saffran Ossobuco en man ekki hvað Viktor fékk sér.. ekki pizzu samt í þetta skiptið.

Vorum svo að velta fyrir okkur kvöldinu.. svo sem búin að standa okkur vel í skemmtanalífinu, nenntum ekki á Casino, nenntum ekki niður í miðbæ að leita að bar og fundum engan bar nálægt hótelunum (við Paddington).

Við fórum reyndar á The Swan, sem Viktor þekkti reyndar sem fyrsta barinn sem við duttum inn á fyrir níu árum, þegar hann fór með okkur til London í nokkra daga!

En barinn lokið á miðnætti og það var einfaldlega allt lokað, nema einhver kokteilabar nokkuð frá okkur. Þannig að við ákváðum að segja þetta gott.. en mikið rosalega er undarlegt að í svona stórum bæjarhluta skuli ekki vera einn einasti bar opinn eftir miðnætti á laugardegi. En, jæja, kannski fínt að skynsemin fái einu sinni að vera með.