Greinasafn fyrir merki: Kópavogur

Matlock kemur

Glen Matlock kemur í byrjun maí að spila á Punk 2014 kvöldinu á menningardögum Kópavogs. Hann verður í þetta sinn einn og spilar lögin á kassagítar og syngur sjálfur. Ég neita því ekki að þetta er undarleg hugmynd, en ég hef séð skemmtileg viðtöl við hann þar sem hann segir frá því hvernig lögin urðu til.

Við Fræbbblar spilum á undan. Einnig Q4U.

Við höfum ekki náð að æfa mikið, en náðum tveimur dögum í röð.

Já, og ef einhver veit ekki hver Glen Matlock er, þá er hann bæði núverandi og upphaflegur bassaleikari Sex Pistols – samdi flest lögin og spilaði á plötunni.

Punk í Kópavogi

Hitti Lista- og menningarráð Kópavogs vegna hugmynda um að taka aftur upp Punk hátíðirnar í Kópavogi.

Byrjuðum á að rölta um gömlu undirgöngin, væri gaman að gera eitthvað þar, en staðurinn þolir nú varla stóra eða langa hljómleika. Ég var svo sem ekki mikið þarna á þessum árum, en staðurinn tengist tónlist áranna í huga margra.

Undirgöngin - 4 - lítil

En það er greinilega mikill áhugi hjá ráðinu að gera eitthvað, við stefnum á að halda hátíðina 2014 í tengslum við lista og menningardaga Kópavogs. Mögulega verðum við Fræbbblar með eitt kvöld í lok þessa árs þar sem 35 ár eru liðin frá því að við spiluðum fyrst.