Greinasafn fyrir merki: Kenzi Europa Hotel

Síðasti dagur á Kenzi

Síðasti dagurinn á Kenzi og nú var aðeins farið að hitna, hitinn kominn í 38 gráður. Við Iðunn fórum á „O Playa“ í hádeginu og fengum fínan mat, en engan vegin eins góðan og í fyrrakvöld. Þaðan á ströndina, Iðunn fékk sér bráðabirgða „tattoo“ og eftir að hafa soðið aðeins í hitanum fór ég í nudd á Kenzi.

Iðunn - tattoo

Við Iðunn gleyptum matinn í okkur og fórum á „English Pub“ að horfa á Middlesbrough – Arsenal, sem lauk sem betur fer með sigri Arsenal.

Kvöldið fór að mestu í að pakka og reyna að skipuleggja hvað fór í hvaða tösku. En svona alveg að lokum röltum við með Önnu-Lind og Skúla niður að strönd og mynduðum okkur með fjallið í bakgrunni.

Agadir - Fjall

Petanque

Það kom okkur á óvart að finna Petanque völl lá Kenzi Europa hótelinu.. við byrjuðum að spila og kenna Önnu-Lind, Skúla og fjölskyldu.

En Asis mætti klukkan þrjú, þá var einmitt skipulagður Petanque tími. Hann hafði greinilega spilað mikið og var stöðugt að kenna okkur. En það var mjög sérstakt að spila á grjóthörðum vellinum, svona þegar við erum vön að spila á Einifelli.

Kenzi - petanque - 1 - Album

Agadir, Kenzi Europa, hammam og nudd

Kenzi Europa er eiginlega frábært hótel, allur matur innifalinn, allir drykkir innifaldir.. eins og við gátum í okkur látið.

Kenzi - garður - 4

Mikið úrval af mat á morgnana, reyndar ekki „bacon“, en verulega fjölbreytt hlaðborð og hægt að fá eggjabökur, pönnukökur og ferskan ávaxtasafa. Svo var talsvert löng bið í appelsínusafann á hverjum morgni, enda bara einn starfsmaður að pressa safann úr 2-8 appelsínum í hvert glas. Kannski við gefum þeim afkastameiri pressu næst þegar við komum.

Í hádeginu var líka mjög mikið úrval af alls kyns réttum og oftast eitthvað grillað á útigrillinu.

Við Iðunn slepptum síðdegiskaffinu flesta dagana, ég fékk mér pönnukökur með súkkulaði og sýrópi einn daginn – en Iðunn lét þetta alveg vera.

Kvöldmaturinn var fínn, svona eins og við mátti búast í svona hlaðborði, mikið úrval af salötum og alls kyns réttum.

Og já, við vissum að bjór, hvítvín og rauðvín væri marokkókst og bjuggumst svo sem ekki við miklu. En bjórinn var fínn, svolítið hlutlaust, Kenzi kokteillinn ágætur – og við höfum yfirleitt fengið mun verri húsvín með matnum á veitingastöðum.

Það eina sem var neikvætt við matinn var fyrir Önnu, Skúla og fjölskyldur.. þó það væri mikið úrval af alls kyns grænmeti og salötum þá vantaði í raun alla grænmetisrétti. Síðustu dagana, eftir að þau höfðu bent nokkrum sinnum á þetta, voru þau farin að fá betri rétt, einu sinni sérstaklega eldað Lasagna, það átti reyndar ekki mikið skylt við Lasanga, en samt, virðingarverð tilraun. En þau voru hins vegar dugleg í eftirréttunum og síðdegiskaffinu, eftir að við uppgötvuðum það.

Svo ég haldi nú áfram að hrósa hótelinu þá var fyrirtaksaðstað, sundlaug, sólbekkir, rennibrautir, tennisvöllur, fótboltavöllur, borðtennisborð – og Petanque völlur. Það var fullt af starfsfólki að sinna hvers kyns afþreyingu og voru óþreytandi að sinna börnunum.

Kvöld dagskráin var svo sér kapítuli út af fyrir sig.. mikil dagskrá á hverju kvöld og börnin fengu alltaf sinn skammt. Glói var vel liðtækur í dansinum en Jóna hélt sig oftast til hlés. En þarna voru töframenn, tónlistarmenn, fimleikakappar, karaókí og ég veit ekki hvað. Ef eitthvað var hefði verið vel þegið að hafa eitthvert afdrep þegar diskótónlistin stóð sem hæst. Að ég tali nú ekki um fugladansinn, en tónlistin glumdi eiginlega um öll sameiginleg svæði.

Í öllu falli, fyrsta daginn höfðum bókað hammam og nudd fyrsta daginn fyrir okkur eldri kynslóðina á meðan Bergur passaði Glóa og Jónu – heldur betur vel þegið eftir þvæling gærdagsins.

Við Iðunn kíktum svo með Skúla að sjá Everton vinna Leicester á „English Pub“ rétt hjá hótelinu.

Við tókum því svo rólega um kvöldið.