Greinasafn fyrir merki: Jólamót Jonna

Jólamót Jonna í skák

Við héldum Jólamót Jonna í skák í tuttugasta skipti í kvöld. Fyrsta mótið var 1993 og síðan hefur þetta aðeins dottið út einu sinni, árið 2008.

En.. óvenju fámennt í þetta skipti, satt best að segja fámennasta mótið til þessa – aðeins fimm mættu til leiks. Við tókum upp á því að hafa fjórfalda umferð í þetta sinn.

Jonni vann – og það í ellefta sinn, Ómar náði öðru sæti, Hlynur því þriðja – og við bræður voru í fjórða og fimmta sæti.

Jólamót Jonna 2014
Jólamót Jonna 2014

Jólaskákmót

Við tókum upp á þeim skemmtilega sið að halda skákmót um jólin árið 1993 þegar sonurinn Guðjón Heiðar (Jonni) var að hefja skákferilinn. Mótið var kallað „Jólamót Jonna“. Við höfum haldið þessu nánast óslitið síðan þá, vinir, kunningjar, fjölskylda, gamlir skákfélagar hafa mætt – oftast eitthvað í kringum tíu manns. Alls hafa 34 tekið þátt í mótinu en, við Guðjón höfum alltaf verið með – Kiddi bróðir minn missti af einu móti vegna veikinda. Tvisvar hefur mótið reyndar dottið niður, upphaflega ákveðið að fresta fram yfir áramót, en það reyndist ekki gott ráð… og við náðum aldrei að halda mótið þessi ár.

Guðjón vann mótið að þessu sinni – eins og svo oft áður, eða í tíunda skipti af nítján.

En fyrir áhugasama þá eru hér nánari upplýsingar.