Greinasafn fyrir merki: Íslenski barinn

Bar og leikhús

Fyrsta leiksýning vetrarins.

Byrjuðum á léttum mat á Íslenska barnum, allt í lagi matur, skemmtilegt úrval af bjór – en rútubílasöngstjórinn á píanóinu var ekki alveg það sem við vorum að leita eftir.. vorum svona frekar á þeim buxunum að reyna að spjalla saman.

Þá í Borgarleikhúsið á Bláskjá. Eitthvað vorum við ekki að tengja og eitthvað vorum við ekki að skilja. Stutt (sem var óneitanlega kostur) og einhvern veginn mikil læti utan um lítið annað en klisjur, tilgangslausar tilvísanir og jú, verulega slappa brandara.

En kannski eru þetta bara okkar takmarkanir.

Leikhús og Morgan Kane og Íslenski barinn

Kíktum á Íslenska barinn í bjór og smárétti – eða kannski ekki smárétti – en mjög góður matur. Og gaman að sjá hversu vel Guðjóni finnur sig í starfinu.

En þaðan á sýningu Heklu og félaga í Listaháskólanum á „Verk í vinnslu“.. skemmtileg sýning, eins og þær gerast bestar á þessu sviði.

Rigning

Næst á Bar 11 með Alla, Brynju, Kristínu og Svanhildi. Þar voru Morgan Kane var að halda sína (áttundu??) kveðjutónleika, reyndar með fleirum.

Vonandi er þetta ekki endanleg kveðja hjá þeim, því þetta er með skemmtilegri hljómsveitum landsins og platan þeirra dettur oft í spilun hjá mér.

Morgan Kane - Bar 11
Morgan Kane – Bar 11

En ég þurfti að vakna fjögur í morgun og við létum þetta gott heita.. heyrðum reyndar 1-2 lög með Saktmóðigur á leiðinni og virkuðu þeir með hressara móti. En hafði sem sagt rænu á að fara heim upp úr miðnætti..