Greinasafn fyrir merki: Gay Pride

Gay Pride

Önnur helgin í ágúst kallar alltaf á snúna ákvörðun, fara á Fiskidaginn á Dalvík eða vera í bænum þar sem Gay Pride er..

Í þetta skipti varð Gay Pride fyrir valinu, enda styttra að fara, fórum síðast til Dalvíkur og Isabel, ensk frænka Iðunnar, var í heimsókn frá London.

En dagurinn byrjaði bókstaflega fyrir allar aldir, ég vaknaði hálf fimm til að taka þátt í námskeið á vefnum… sem stóð fram að hádegi.

Náði að leggja mig aðeins, en síðan fórum við á Gay Pride.. hittum Adda, Sylvíu, Isabel, Louise, Viktor, Brynju, Öglu, Helga, Þóru, Kára, Ægi Mána, Kristínu og auðvitað miklu fleiri.

Þaðan í Fógetagarðinn að prófa nokkra smábita með bjór.. svo á Micro bar og síðan á Kalda. En ég þurfti að vakna aftur snemma í námskeið og fórum til þess að gera snemma heim… svona um níu leytið.

Gay Pride