Greinasafn fyrir merki: Gamlárskvöld

Gamlárskvöld

Við mættum að venju í Austurbrún á gamlárskvöld. Og ekki leiðinlegur bónus að Magnús var kominn heim og gat verið með okkur eftir nokkurra daga spítalavist.

Við Iðunn mættum með stóran humar í forrétt og freyðivín með – og skálum í freyðivíni með eftirrétti og fyrir nýju ári. Tókst svona að mestu frábærlega en örfáir full mikið eldaðir.

Aðalrétturinn var svo nautalund, alveg fullkomlega mátulega steikt – og rauðvín að sjálfsögðu með.

En við Iðunn slepptum því að fara upp á hól að þessu sinni og flugeldarnir því ekki eins tilkomumiklir og oft áður.

Sátum svo aðeins fram eftir og eyddum svo dágóðum tíma í fáheyrilega langa og rándýra leigubílaferð..

Gamlárskvöld í Austurbrún
Gamlárskvöld í Austurbrún