Greinasafn fyrir merki: Fivebellies

Activators (ekki lengur Validators) á Gamla Gauknum

Mætti á Gamla Gaukinn að horfa á Fivebellies, Dýrðina, Kill Pretty, Caterpillarmen og Activators. Activators hétu áður Validators og komu fyrir þremur árum og spiluðu á Faktorý. Þá spiluðum við Fræbbblar með, eftirminnilegt og skemmtilegt kvöld.

Ég segi ekki að sólarhringurinn sé enn alveg á hvolfi eftir Boston, en vorum orðin sein fyrir.. Iðunn ákvað að sleppa, en Addi skutlaði mér um miðnætti. Þá voru Fivebellies og Dýrðin búin að spila.

Kill Pretty frá Manchester voru að spila þegar ég mætti. Satt að segja ekki mikið fyrir mig, eitt lagið þó kannski ekki alvont. Caterpillarmen eru svo mjög flott hljómsveit, en aftur, ná kannski ekki alveg til mín, með minn undarlega tónlistarsmekk.

Activators, sem töpuðu Validators nafninu fyrir einhverjum sem hafði fyrir löngu verið í óþekktri hljómsveit sem hét „{einhver} and The Validators“. Sá hafði fyrir því að skrá nafnið sem vörumerki og Activators þurftu að gefa sig. Svo var ekki verra að hitta grjótharðan Derby County aðdáandann aftur.

Liðsskipan Activators var aðeins breytt frá því síðast, blásarasveitin komst ekki með og aðalgítarleikarinn fjarri mjög svo góðu gamni. En þræl skemmtileg hljómsveit og ég er ekki frá því að þau hafi verið talsvert betri núna en síðast.

Validators-4-litilValidators-3-litil

En flott framtak hjá Júlíusi (og félögum?) að standa fyrir þessu. Og óneitanlega dapurt að ekki skyldu fleiri mæta.