Greinasafn fyrir merki: Fawlty Towers

London, Faulty Towers

Við Iðunn lögðum af stað til London rétt fyrir hádegi og vorum komin inn á hótel um fjögur.

Mættum í fordrykk á Gordon’s Wine Bar, hittum Jón og Jóhönnu þar, áður en við fórum í matarleikhús.

Matarleikhúsið var matur á Charing Cross Hotel þar sem við sátum til borð á Faulty Towers, sem byggði á persónum úr Fawlty Towers. Nokkuð vel gert, brandararnir byggðu á þáttunum að mestu leyti, en leikararnir gerðu vel úr ýmsum uppákomum. Maturinn var svo hins vegar ekkert sérstakur. Alls ekki.

Kíktum á Victoria Casino um kvöldið, mér gekk þokkalega, Iðunn óheppin og kvöldið nokkurn veginn á núlli. Hittum íslenska feðga sem voru að spila á móti, voru með aukamiða á Tottenham-Cardiff á sunnudag – sem ég ætlaði að þiggja.

London - 2014 - Faulty Towers - 178 - lítil