Greinasafn fyrir merki: Elysée

London, sunnudagur

Meira búðarráp, einstaka pöbb og ein Whisky búð, Vintage House.. Ég náði ekki sambandi við feðgana sem voru með miða á Tottenham-Cardiff.

Fórum á spænska tapas staðinn Dehesa í hádeginu, fínn staður, sérstaklega skinkur og pylsur og andalifrarpaté.. en stóð kannski ekki alveg undir væntingum (sem voru reyndar mjög miklar).

Sofnuðum eftir að við komum inn á hótel og náðum ekki að finna opið veitingahús við Charlotte Street, London virðist vera hálfgert sveitaþorp að þessu leyti á sunnudögum. Fundum loksins grískan stað. Elysée, sem var til í að taka á móti okkur… mig grunar við litlar vinsældir kokkanna. En þetta var nú einhver besti gríski veitingastaður sem við höfum farið á, reyndar er samkeppnin ekki mikil.

Kíktum á Casino við Tottenham Court Road á eftir, en engin alvöru spil í boði. Þaðan á Victoria Casino þar sem við hittum feðgana aftur og þá kom í ljós að þeir höfðu sent mér SMS með upplýsingum um miðana sem ekki hafði skilað sér. Einum þeirra gekk mjög vel í pókermóti, ég reyndi að spila en Iðunn var orðin lasin og við fórum heim eftir fjögur spil og fimm pund í mínus.

London - 2014 - 126 - lítil